Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. febrúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Braut Lampard samkomulag við Kepa? - Óvissa með Grealish
Powerade
Kepa og Lampard í deilum?
Kepa og Lampard í deilum?
Mynd: Getty Images
Grealish er mikið ræddur.
Grealish er mikið ræddur.
Mynd: Getty Images
Skellur fyrir Arsenal að fara ekki áfram í Evrópudeildinni.
Skellur fyrir Arsenal að fara ekki áfram í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Laugardagsslúðrið tekið saman af BBC, gjöriði svo vel.



Kepa Arrizabalaga (25) markvörður Chelsea er tillbúinn að fara frá félaginu í sumar. (Sun)

Kepa er sagður vilja fara vegna þess að Frank Lampard, stjóri Chelsea, braut munnlegt samkomulag með því að taka hann úr liðinu. (Mail)

Lampard er á því að Kepa stjórni sjálfur sinni framtíð hjá félaginu. (Sky Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir meiðsli Jamie Vardy (33) vera áhyggjuefni eftir að Vardy missti af leiknum gegn Norwich í gær. (Leicester Mercury)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er með njósnara á Ítalíu til að fylgjast með Federico Chiesa (22) vængmanni Fiorentina. Chiesa er metinn á um 60 milljónir punda. (Mail)

Mesut Özil (31) mun ekki yfirgefa Arsenal fyrr en samningur hans rennur út sumarið 2021 segir umboðsmaður þýska landsliðsmannsins. (inews)

Jack Grealish (24) miðjumaður Aston Villa verður líklega áfram hjá Villa þrátt fyrir áhuga Manchester United. (Express)

Dean Smith, stjóri Villa, er þó ekki viss um að Grealish verði áfram. (Mirror)

Alex McLeish, fyrrum stjóri Villa, segir að United hafi verið nálægt því að krækja í Grealish árið 2012 á 200 þúsund pund. (Mail)

Andre Gomes (26) miðjumaður Everton segist hafa kýlt Luis Boa Morte þáverandi aðstoðarþjálfara Everton eftir að hafa meiðst á ökkla í nóvember. (Star)

Plön Arsenal varðandi næsta félagaskiptaglugga fóru út um þúfur þegar félagið datt út úr Evrópudeildinni. Sun segir að félagið hafi misst af 60 milljónum punda.

David Beckham, eigandi Inter Miami, segir Lionel Messi (32) og Cristiano Ronaldo (35) velkomna til Miami. (ESPN)

Jurgen Klopp sagði það augljóslega gott að Timo Werner (23) sagðist hafa verið stoltur að vera orðaður við Liverpool. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner