Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Ellefu leikir í Lengjubikar
Grótta mætir Grindavík klukkan 11:00.
Grótta mætir Grindavík klukkan 11:00.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bikarmeistarar Selfoss, sem ekki hafa verið að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu, eiga leik fyrir norðan.
Bikarmeistarar Selfoss, sem ekki hafa verið að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu, eiga leik fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er úr nægu að taka þennan laugardaginn hér á landi. Lengjubikarinn er kominn á fullt skrið og það styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist.

Það er bæði leikið í Lengjubikar karla og kvenna. Fyrsti leikur dagsins er klukkan 11:00 þar sem Grótta tekur á móti Grindavík í A-deild Lengjubikars karla. Klukkan 12:00 mætast svo Víkingur Ó. og Fjölnir í Skessunni í Hafnarfirði.

Alls eru fjórir leikir í A-deild Lengjubikars karla og sex leikir í B-deildinni.

Í A-deild Lengjubikars kvenna mætast svo Þór/KA og Selfoss fyrir norðan. Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum í mótinu, 4-0 gegn Val á meðan bikarmeistarar Selfoss hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Breiðablik og Fylki.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

laugardagur 29. febrúar

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
15:00 KA-Keflavík (Boginn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
11:00 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
12:00 Víkingur Ó.-Fjölnir (Skessan)
14:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 Njarðvík-Augnablik (Reykjaneshöllin)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
13:30 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Kári-ÍR (Akraneshöllin)
14:00 Elliði-Selfoss (Fylkisvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
14:00 Fjarðabyggð-Höttur/Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
19:00 Dalvík/Reynir-Einherji (Boginn)

Lengjubikar kvenna - A-deild
17:00 Þór/KA-Selfoss (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner