Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joey Barton fær tveggja leikja bann og sekt
Rautt spjald!
Rautt spjald!
Mynd: Getty Images
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town í ensku C-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og fengið sekt að andvirði 325 þúsund íslenskra króna.

Ástæðan eru ummæli sem hann lét falla við dómara.

Enska knattspyrnusambandið ákærði Barton eftir að hann var rekinn af velli í 1-0 sigri gegn Wycombe fyrr í mánuðinum.

„Ég neita að tala um þetta (dómgæsluna) því hún var til skammar að mínu mati. Ég fæ bara sekt og refsingu frá enska sambandinu ef ég tjái mig því að þannig er þetta vanalega," sagði Barton eftir leikinn.

Nú er það búið að gerast, Barton er kominn í bann og fær sekt. Hann mun missa af leikjum gegn Blackpool og Ipswich.

Fleetwood er sem stendur í sjöunda sæti, með jafnmörg stig og Peterborough í sjötta sæti, sem er umspilssæti.

Ísak Snær Þorvaldsson er í láni hjá Fleetwood frá Norwich.

Sjá einnig:
Ísak Snær: Kemur á óvart hversu 'nice' Joey Barton er
Athugasemdir
banner
banner