Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. febrúar 2020 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Mislukkuð vítaspyrna kom í veg fyrir sigur Grindavíkur
Pétur skoraði eitt fyrir Gróttu.
Pétur skoraði eitt fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 2 - 2 Grindavík
1-0 Pétur Theódór Árnason ('44 )
2-0 Kristófer Melsted ('47 )
2-1 Aron Jóhannsson ('55 )
2-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('57 )
2-2 Aron Jóhannson, klúðrað víti ('89 )

Grótta mætti í dag Grindavík í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum. Leikið var á Vivaldivellinum úti á Seltjarnanesi. Liðin leika í A-deild í riðli 3.

Grótta var með fjögur stig fyrir leikinn í dag en Grindavík var án stiga. Grótta komst í 2-0 með mörkum sitthvoru megin við hálfleikshléið.

Grindavík kom til baka með tveimur mörkum eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik. Aron Jóhannsson tók vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma og hefði getað fullkomnað endurkomu Grindavíkur og tryggt sigur. Hákon Rafn Valdimarsson í marki Fjölnis varði spyrnu Arons og varð niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Grindavík mætir FH næsta föstudag og Grótta mætir Þrótti. Grótta leikur í efstu deild á komandi leiktíð en Grindavík leikur í næstefstu deild.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner