lau 29. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Perez hafði ekki áhuga á Barcelona
Vildi ekki taka skref í ranga átt
Lucas Perez var á mála hjá Arsenal frá 2016 til 2018. Hann lék einnig með West Ham á Englandi.
Lucas Perez var á mála hjá Arsenal frá 2016 til 2018. Hann lék einnig með West Ham á Englandi.
Mynd: Getty Images
Lucas Perez, sóknarmaður Alaves í spænsku úrvalsdeildinni, vildi ekki ganga í raðir Barcelona á dögunum.

Ousmane Dembele og Luis Suarez, sóknarleikmenn Barcelona, eru í langtímameiðslum og leitaði Katalóníustórveldið því eftir liðsstyrk sóknarlega í janúar. Það tókst ekki, en félagið sóttist þá eftir undanþágu í þessum mánuði til að fá inn sóknarmann. Af einhverri furðulegri ástæðu fékk Barcelona þá undanþágu.

Barcelona keypti að lokum Martin Braithwaite, danskan sóknarmann Leganes, sem er í fallbaráttu. Leganes fékk ekki að kaupa inn leikmann í staðinn.

Perez viðurkennir að Barcelona hafi hringt, en hann segist aldrei hafa íhugað að fara þangað. „Barcelona var ekki eina félagið sem hringdi," sagði Perez við Marca.

„Ég vildi alltaf enda tímabilð hér því hér er ég ánægður. Ég vildi þá heldur ekki taka skref í ranga átt þar sem ég myndi ekki fá tækifæri, eins og gerðist á Englandi."

Perez sagði þá að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Barcelona hringir, en það trufli ekki.

Perez er 31 árs gamall og fyrrum sóknarmaður Arsenal og West Ham. Á Englandi lék hann ekki mikið og er hann ánægður núna hjá Alaves þar sem hann hefur skorað átta mörk í 17 deildarleikjum á þessu tímabili.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner