Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Puyol viss um að Guardiola vinni Meistaradeildina aftur
Guardiola hefur unnið Meistaradeildina tvisvar sem knattspyrnustjóri, í bæði skiptin með Barcelona.
Guardiola hefur unnið Meistaradeildina tvisvar sem knattspyrnustjóri, í bæði skiptin með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Carles Puyol, fyrrum fyrirliði Barcelona, er viss um að Pep Guardiola muni vinna Meistaradeildartitilinn aftur.

Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina sem knattspyrnustjóri frá því hann yfirgaf Barcelona. Með Katalóníustórveldinu vann hann titilinn eftirsótta tvisvar með Lionel Messi í fararbroddi.

Hjá Bayern München og Manchester City hefur honum ekki tekist að fara í úrslit né vinna. Þrátt fyrir það er Puyol sannfærður um að Guardiola vinni Meistaradeildina aftur, þó það verði nú ekki endilega með Manchester City.

„Pep er besti þjálfari sem ég vann nokkurn tímann með og besti þjálfari í heimi," sagði Puyol við Goal. „Þú sérð það strax hvaða lið Pep þjálfar út frá því hvernig liðið spilar. Þess vegna er ég sannfærður um að hann vinni titilinn aftur."

„Ég get ekki sagt til um hvort það verði með Manchester City, en þeir munu einbeita sér mikið að þeirri keppni núna þar sem það er svo gott sem ómögulegt að ná Liverpool í ensku úrvalsdeildinni."

Man City er í fínum málum í 16-liða úrslitum keppninnar eftir fyrri leik sinn gegn Real Madrid. Þann leik vann City 2-1 á Santiago Bernabeu.

Manchester City hefur aldrei í sögu sinni unnið Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner