Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. febrúar 2020 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Munum aldrei brotna eins og gegn Everton i fyrra
Mynd: Getty Images
„Sá dagur var lágpunktur. Ég vissi það á þeim tímapunkti að einhverjir leikmenn yrðu ekki áfram en einn eða tveir fengu sinn síðasta séns. Ég ætla ekki að tala um Rom (Romelu Lukaku) núna en við höfum gert vel án hans og hann leikið vel á Ítalíu," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Everton á morgun.

United steinlá 4-0 á Goodison Park fyrir tæplega ári síðan og Solskjær man vel eftir þeim degi.

„Ég get lofað því, 100%, að strákarnir í liðinu munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði síðast á Goodison. Í liðinu eru leikmenn sem við viljum byggja í kringum."

„Ég man vel eftir þessum leik. Þetta var tímapunktur til að snúa hlutunum við. Ekkert gekk upp og allt sem sást í þeim leik var hluti af því sem við vildum ekki sjá frá okkar liði,"
bætti Solskjær við.

Viðureign Everton og United hefst klukkan 14:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner