Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Staða James mikið áhyggjuefni"
James Rodriguez er ekki mikið í myndinni hjá Real Madrid.
James Rodriguez er ekki mikið í myndinni hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Kólumbíu, hefur áhyggjur af stöðu mála hjá James Rodriguez fyrir Copa America, Suður-Ameríkubikarinn, í sumar.

James er 28 ára gamall Kólumbíumaður sem hefur verið á mála hjá Real Madrid frá árinu 2014. Hann var keyptur til Madrídar eftir frábært Heimsmeistaramót með Kólumbíu.

Hann hefur hins vegar ekki náð að fóta sig almennilega frá komu sinni til Madrídar og var hann í láni hjá Bayern München síðustu tvö tímabil. Á þessu tímabili hefur hann aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum og skorað eitt mark.

Sæti hans í landsliðinu gæti verið í hættu út frá því hversu lítið hlutverk hann hefur spilað hjá Real Madrid.

„Staða James er mikið áhyggjuefni. Við vitum að hann er í erfiðri stöðu," sagði Queiroz.

„En það eru líka aðrir leikmenn sem eru að spila enn minna. Þetta hefur verið skrýtið tímabil fyrir James og við erum að gera það sem við getum til að hjálpa honum," segir Queiroz, en samningur James í Madríd rennur út á næsta ári.

Copa America hefst 12. júní næstkomandi og verður haldið í Kólumbíu og Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner