sun 29. mars 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Launalækkanir Barcelona falla illa í kramið - Af hverju við en ekki Real?
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, þarf að vanda vel til verka.
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, þarf að vanda vel til verka.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona gæti tapað 100 milljón evra ef tímabilinu verður aflýst. Það er svipað og það sem Real Madrid mun koma til með að tapa en munurinn á þessum félögum er sá að Barcelona vill að leikmenn taki á sig launalækkun.

Í gær var greint frá því að Real Madrid ætli ekki að skerða laun leikmanna.

Spænskir miðlar greina frá því í gærkvöldi að leikmannahópur Barcelona skilji ekki alveg hvernig staðan er og enn sé verið að reyna semja við þá. Einhverjar efasemdaraddir eru meðal hópsins um hvort að leikmenn séu að gjalda fyrir mistök félagsins þegar kemur að rekstri félagsins. Af hverju ætlar Real ekki að skerða laun á meðan Barcelona ætlar að gera það?

Líklegast er að leikmenn samþykki einhverja skerðingu launa en ljóst er að Barceona þarf að vanda vel til verka. Barcelona hefði átt að ná samþykki leikmanna áður en yfirlýing var gefin út um skerðingu launa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner