Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho fer ekki á útsöluverði
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segir að Jadon Sancho fari ekki á neinu útsöluverði ef hann verður seldur frá félaginu í sumar.

Búast má við því að Sancho verði einn heitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þessi tvítugi strákur er eftirsóttur af félögum á borð við Manchester United, Chelsea, Liverpool, Barcelona og Real Madrid.

Hann hefur slegið í gegn með Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Manchester City árið 2017.

Talið er að Sancho muni kosta að minnsta kosti 100 milljónir punda, en sögusagnir hafa verið um að kórónuveirufaraldurinn gæti orðið til þess að verð á leikmannamarkaðnum muni snarminnka. Sancho er hins vegar ekki að fara neitt ódýrt.

„Við viljum helst að Sancho verði áfram, en þú verður alltaf að virða það sem leikmaðurinn vill," sagði Watzke við Bild am Sonntag.

„Ég ætla að segja þetta skýrt. Ekkert ríkt félag ættu ekki að hugsa þannig að þau getið stolið leikmönnum af okkur í þessari krísu. Við þurfum ekki að selja einn eða neinn fyrir minna en það sem þeir eru virði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner