Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 29. mars 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndaveisla: Dagný og María spiluðu á Old Trafford
Kvenaboltinn
Það var stór leikur fyrir enska kvennaboltann um síðustu helgi þegar Manchester United tók á móti West Ham.

Þetta var söguleikur leikur í ljósi þess að þetta var í fyrsta sinn sem kvennalið Man Utd spilar á Old Trafford. Það mun vonandi gerast oftar í framtíðinni.

„Það er augljóslega mjög sérstakt augnablik í sögu liðsins að spila á Old Trafford og þetta er frábært tækifæri til að auglýsa kvennabolta, sem hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár," sagði Casey Stoney, þjálfari kvennaliðs Man Utd, um leikinn sem Man Utd vann 2-0.

Íslendingar áttu tvo fulltrúa í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir byrjaði fyrir West Ham og María Þórisdóttir byrjaði fyrir Man Utd. María er norsk landsliðskona en á íslenskan föður. Hún lagði upp fyrra mark Man Utd í leiknum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Dagnýju og Maríu í leiknum á Old Trafford.
Athugasemdir