Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. apríl 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal ekki búið að bjóða Özil nýjan samning
Özil fagnar marki.
Özil fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur ekki ennþá boðið Mesut Özil nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út sumarið 2021. ESPN greinir frá.

Hinn 31 árs gamli Özil fékk þau skilaboð síðastliðið sumar að hann mætti fara frá Arsenal en hann var ekki inni í myndinni hjá þáverandi stjóra Unai Emery.

Özil fékk hins vegar endurnýjun lífdaga eftir að Mikel Arteta tók við og byrjaði alla tíu leikina undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni áður en keppni var stöðvuð í mars.

Forráðamenn Arsenal hafa hins vegar ekki ennþá boðið Özil nýjan samning og því gæti hann verið seldur í sumar eða farið frítt sumarið 2021.

Özil gerði síðast nýjan samning í janúar 2018 sem færir honum 350 þúsund pund í laun á viku en forráðamenn félagsins hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa Þjóðverjanum svona háan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner