Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 29. apríl 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
BATE sneri dæminu við og er komið í úrslit - Willum kom við sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BATE Borisov 2 - 0 Slavia Mozyr

Willum Þór Willumsson er á mála hjá BATE Borisov sem í dag lék seinni leikinn í undanúrslitum bikarsins í Hvíta-Rússlandi.

Slavia var 0-1 yfir eftir heimaleik sinn og því í góðri stöðu. Willum byrjaði á bekknum í dag en lék síðasta stundarfjórðunginn eða svo.

Zakhar Volkov kom BATE yfir á 12. mínútu og jafnaði þá stöðuna í einvíginu. Sjálfsmark Igor Tymonyuk, varnarmanns Slavia, kom svo BATE yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Fleiri urðu mörkin ekki og er BATE því komið í bikarúrslitaleikinn. Sá leikur fer fram þann 24. maí og mætir BATE liði Brest.
Athugasemdir
banner
banner