Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Götze skortir hraða og telur Matthaus að Ítalía henti honum
Mario Götze skoraði sigurmark Þýskalands í úrslitaleik HM 2014. Eftir það hefur verið lítið að frétta hjá honum.
Mario Götze skoraði sigurmark Þýskalands í úrslitaleik HM 2014. Eftir það hefur verið lítið að frétta hjá honum.
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus telur að Mario Götze, leikmaður Borussia Dortmund, sé ekki nægilega fljótur lengur fyrir þýsku úrvalsdeildina.

Matthaus ráðleggur Götze að reyna fyrir sér í ítalska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Lazio.

Götze er 27 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, en samningur hans við Borussia Dortmund á að renna út í sumar. Líklegt er að hann reyni fyrir sér á einhverjum öðrum stað.

„Ég geri ráð fyrir því að tími hans hjá Dortmund sé á enda kominn," skrifaði Matthaus um Götze í pistli fyrir Sky. „Það er ekki lengur mikil eftispurn á leikmanni eins og honum. Hann vantar hraða til að halda í við leikstíl Dortmund og fleiri stórliða."

„Götze þarf að finna félag og þjálfara sem byggir liðið í kringum hann. Það gæti vel verið að Ítalía henti honum vel. Leikurinn er ekki eins hraður þar."

Götze hefur á þessu tímabili leikið 19 leiki í öllum keppnum og skorað þrjú mörk. Hann var eitt sinn talinn stórefnilegur og fór hann til Bayern 2013, en þar gengu hlutirnir ekki alveg að óskum. Það hafa þeir ekki heldur gert frá því hann kom aftur til Dortmund árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner