Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. apríl 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar líkti The Last Dance við síðasta ár Sir Alex hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Í tilefni þess að ESPN og Netflix er að sýna frá The Last Dance heimildaþáttaröð um Michael Jordan varð til umræða í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. The Last Dance er heimildarefni sem fjallar um Jordan og Chicago Bulls, mikið er sýnt frá tímabilinu 1997-199 sem var lokatímabil Jordan hjá Bulls.

Hjörvar Hafliðason, annar af gestum þáttarins, líkir efni þáttarins við síðasta árið hjá Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, Ferguson hætti vorið 2013.

Hjörvar segir að þetta svipi mikið til tímabilsins hjá Bulls því þar vissu menn að endalokin væru að koma. „Hjá United ertu með Patrice Evra sem er 32 ára, þú ert með Rio Ferdinand 35 ára og Ryan Giggs 39 ára, Nemanja Vidic 32 ára, (Antonio) Valencia í ökklaveseni, Michael Carrick 32 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður."

„Robin van Persie var keyptur til að koma með síðasta titilinn til Sir Alex, síðasta dansinn. Það er hægt að líta til baka - það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona og hann rúllaði yfir deildina."

„Hann skildi svo eftir sig 'strákinn' í markinu (David de Gea), (Chris) Smalling og (Phil) Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru það eldri menn,"
sagði Hjörvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner