Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. apríl 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mörg stórlið vilja fá Sergio Reguilon
Mynd: Getty Images
Sergio Reguilon, leikmaður Real Madrid, er undir smásjá margra stórliða. Real er sagt vilja lána leikmanninn frekar en að selja leikmanninn en ef hann verði seldur þá verði það með þeim hætti að Real sé með forkaupsrétt til að kaupa leikmanninn til baka.

Arsenal, Tottenham, Dortmund, PSG og Sevilla eru öll sögð hafa áhuga á bakverðinum sem er sagður einn besti ungi bakvörður í heimi. ABC Deportes segja að alls séu það tíu félög sem hafi áhuga á Reguilon.

Örvfættir bakverðir í hæsta gæðaflokki eru ekki oft á markaðnum og því er eðlilegt að mörg lið sýni áhuga þegar einn slíkur er í boði.

Arsenal er sagt hafa áhyggjur af því að missa Bukayo Sako og Tottenham er sagt vilja losa Ryan Sessegnon. Reguilon verður 24 ára í desember og lék 14 leiki með Real Madrid á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur hann verið á láni hjá Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner