Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. apríl 2020 11:32
Magnús Már Einarsson
Newcastle vill fá Pochettino í stjórastólinn
Mynd: Getty Images
Verðandi eigendur Newcastle vilja fá Mauricio Pochettino til að taka við sem knattspyrnustjóri fyrir næsta tímabil. Sky Sports greinir frá þessu.

Eigendaskipti eru í uppsiglingu hjá Newcastle en fjárfestar frá Sádi-Arabíu eru að koma með mikið fjármagn inn í félagið.

Steve Bruce mun klára núverandi tímabil ef boltinn byrjar að rúlla aftur í sumar.

Verðandi eigendur hafa hins vegar áhuga á að fá Pochettino sem stjóra fyrir næsta tímabil.

Pochettino gæti fengið 19 milljónir punda í laun á ári hjá Newcastle en hann er í dag án félags eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham í nóvember.
Athugasemdir
banner