Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rice síðasti leikmaðurinn sem West Ham myndi selja
Rice er til að mynda sterklega orðaður við Chelsea þar sem hann var áður á mála.
Rice er til að mynda sterklega orðaður við Chelsea þar sem hann var áður á mála.
Mynd: Getty Images
Í slúðrinu í gær kom fram að Delcan Rice, miðjumaður West Ham, væri eftirsóttur.

The Guardian segir hins vegar að það komi ekki til greina hjá West Ham að selja miðjumanninn.

Rice er samningsbundinn West Ham til 2024 með möguleika á eins árs framlengingu. Það verður alls ekki auðvelt fyrir félag eins og Chelsea að kaupa Rice sem er mikilvægur hlekkur í keðju West Ham. Rice var áður fyrr í akademíu Chelsea og þar spilar besti vinur hans, Mason Mount.

Jafnvel þó að West Ham myndi lenda í fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirufaraldursins þá er Rice síðasti leikmaðurinn sem félagið myndi selja.

Að sögn Guardian þá mun West Ham skella 70 milljón punda verðmiða á Rice, leikmann sem David Moyes vill smíða lið sitt í kringum.
Athugasemdir
banner
banner
banner