Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 29. apríl 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir ásakanir Rangers hættulegar fyrir íþróttina
Rangers gífurlega ósátt með ákvörðun um að enda tímabilið
Steven Gerrard er stjóri Rangers
Steven Gerrard er stjóri Rangers
Mynd: Getty Images
„Þessar áskanir frá Rangers um einelti og þvingun geta valdið því að fólk sjái íþróttina, leikinn okkar, í verra ljósi og eykur líkur á frekari skiptingu í íþróttinni."

Murdoch MacLennan, sjórnarmaður hjá skosku úrvalsdeildinni, skrifaði opið bréf þar sem hann segir að félagið sem um ræðir, Rangers, eigi að koma fram með sönnunargögn og hann mun rannsaka þau gögn ef slík berast.

Þetta kemur í kjölfarið á ákvörðun deildarinnar að ljúka leik í skosku deildinni og eru Rangers, Hearts og Stanraer ósátt með þá ákvörðun og kalla eftir utanaðkomandi rannsókn á þeirri ákvarðanatöku.

Rangers segir ákvörðunina einelti gagnvart félaginu og kallar eftir að Neil Doncaster og Rod McKenzie, háttsettir menn hjá deildarsamtökunum, verði reknir.

Frá Rangers kemur einnig að félagið ætli að sýna öðrum félögum þau gögn sem félagið hafi varðandi þessa ákvörðun og það með góðum fyrirvara fyrir fund skosku félagana sem fram fer þann 12. maí.
Athugasemdir
banner
banner