Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 29. apríl 2020 09:17
Magnús Már Einarsson
Vilja að íslensk félög fái að auglýsa veðmálasíður
Jón Kári Eldon
Jón Kári Eldon
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Jón Kári Eldon, varaformaður KV og fyrrum leikmaður félagsins, kallar eftir því á Twitter að íslensk félög fái að auglýsa erlend veðmálafyrirtæki.

Slíkar auglýsingar hafa verið bannaðar á Íslandi en í mörgum löndum í Evrópu eru veðmálafyrirtæki stórir styrktaraðilar hjá félögum.

Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, greindi frá því í þættinum „Sportið í dag" á Stöð 2 Sport í gær að erlent veðmálafyrirtæki hafi viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum.

Jón Kári deildi þeirri færslu á Twitter í gær og Auðunn Örn Gylfason, framkvæmdastjóri KV, tók undir orð hans.

Auðunn benti á að hægt væri að leyfa veðmálaauglýsingar í 1-2 ár til að byrja með á meðan félög eru í meiri fjárhagsvandræðum vegna kórónaveirunnar.

Auðunn benti einnig á að erlend veðmálafyrirtæki eru með mikið af íslenskum leikjum í boði og slíkir leikir gætu orðið ennþá vinsælli næstu mánuðina þar sem óvíst er með fótbolta í öðrum löndum.


Athugasemdir
banner
banner