Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. apríl 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áminning: Færri Evrópusæti í boði í ár
Valur og Stjarnan eru í Evrópukeppni í ár.
Valur og Stjarnan eru í Evrópukeppni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla hefst á morgun með leik Vals og ÍA á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Áður en deildin byrjar er rétt að minna á það að færri félög frá Íslandi fá Evrópusæti í ár, fyrir næsta tímabil þá.

UEFA uppfærði lista sinn yfir evrópsk félagslið undir lok síðasta árs. Lélegur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum undanfarin ár gerir það að verkum að Ísland er í fjórða neðsta sæti listans. Það má því segja að íslensk félagslið séu í „ruslflokki" meðal fótboltaliða Evrópu en þessi staða gerir það að verkum að frá og með tímabilinu 2022 mun Ísland aðeins fá þrjú Evrópusæti frá UEFA í stað fjögurra.

Ef mark er tekið á listanum má segja að aðeins þrjár deildir í Evrópu séu flokkaðar slakari en sú íslenska. Það eru Eistland, Andorra og San Marínó. Ísland er í 52. sæti listans og hefur misst þjóðir eins og Gíbraltar og Færeyjar fyrir framan sig. Færeyingar eru í 47. sæti á listanum.

Sigurvegarar Pepsi Max-deildarinnar í ár munu fara í forkeppni Meistaradeildarinnar og svo munu tvö lið fara í nýja Sambandsdeild UEFA; bikarmeistararnir og liðið sem hafnar í öðru sæti.

Hægt er að lesa um Sambandsdeild UEFA með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner