Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa viðurkennir að það hái honum að tala ekki ensku
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, var spurður á blaðmannafundi í dag hvort hann talaði ensku á æfingasvæðinu. Bielsa er argentínskur og er á sínu þriðja tímabili meðl lið Leeds. Hann mætir alltaf með túlk í viðtöl og á blaðamannafundi.

„Einn af mínum stærstu göllum verandi í enskum fótbola er að geta ekki tjáð mig á tungumálinu sem allir tala. Það háir mér að hafa ekki lært að tala ensku," sagði Bielsa.

„Eitt af stærstu verkfærum þjálfara er að geta sent skilaboð til leikmanna með eigin orðum. Ég vil getað tala skýrt og vil vita hvernig á að koma skilaboðum áfram á sem einfaldastan hátt án þess að minnka vægi skilaboðanna."

Bielsa verður 66 ára í sumar. Leeds mætir Brighton í leik í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner