Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í undankeppni HM á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun, föstudag, kemur í ljós hvaða lið A-landslið kvenna mætir í undankeppni HM 2023, en lokakeppnin fer fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi.

Drátturinn hefst kl. 11:30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir eru sex og liðin 51 talsins. Dregið verður í níu riðla, þrír riðlar innihalda fimm lið og sex riðlar sex lið.

Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.

Hægt er að lesa meira um umspilskeppnina á vefsíðu KSÍ hérna.

Ísland hefur aldrei komist á HM en það er auðvitað markmiðið, að komast þangað. Það eru meiri möguleikar fyrir Ísland að komast á HM í ljósi þess að liðum verður fjölgað á HM 2023.
Athugasemdir
banner