Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Cavani og Fernandes bestir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Edinson Cavani og Bruno Fernandes voru bestu leikmenn vallarins er Manchester United rúllaði yfir AS Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Edinson Cavani skoraði tvö, lagði upp tvö og fiskaði vítaspyrnu sem Bruno Fernandes skoraði úr. Fernandes skoraði tvö sjálfur og lagði upp tvö.

Þeir fá báðir 9 í einkunn hjá Sky Sports og er Paul Pogba næstur á eftir þeim með 8. Pogba var öflugur á miðjunni og skoraði fimmta mark Rauðu djöflanna eftir undirbúning frá Fernandes.

Roma missti þrjá leikmenn af velli í fyrri hálfleik en annars þótti Chris Smalling, fyrrum miðvörður Man Utd, versti leikmaður vallarins ásamt öllum þeim sem komu inn af bekknum fyrir leikhlé.

Man Utd: De Gea (7), Wan-Bissaka (5), Lindelof (6), Maguire (7), Shaw (7), McTominay (7), Fred (6), Rashford (6), Fernandes (9), Pogba (8), Cavani (9).
Varamaður: Greenwood (7)

Roma: Pau Lopez (4), Smalling (5), Cristante (6), Ibanez (5), Karsdorp (7), Diawara (6), Veretout (3), Spinazzola (7), Pellegrini (7), Mkhitaryan (6), Dzeko (7).
Varamenn: Mirante (5), Villar (5), Bruno Peres (5).



Arsenal tapaði þá útileik gegn Villarreal en náði mikilvægu útivallarmarki þökk sé góðri vítaspyrnu frá Nicolas Pepe.

Juan Foyth, leikmaður Tottenham hjá Villarreal að láni, var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Sky. Hann fékk 7 í einkunn eins og flestir liðsfélagar sínir.

Bernd Leno, Bukayo Saka og Pepe voru bestu menn Arsenal í leiknum. Leno átti flottar markvörslur og það var Saka sem fiskaði vítaspyrnuna þegar hann reyndi að prjóna sig í gegnum vörnina.

Dani Ceballos fékk rautt spjald og var langversti leikmaður vallarins, með 3 í einkunn. Martin Ödegaard, Pablo Mari, Granit Xhaka og Thomas Partey fengu allir 5 fyrir sinn þátt. Rétt eins og Etienne Capoue sem fékk rautt spjald í liði Villarreal.

Miðjumaðurinn Francis Coquelin kom inn af bekknum og gerði vel í liði heimamanna. Coquelin var leikmaður Arsenal í tíu ár.

Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, er við stjórnvölinn hjá Villarreal.

Villarreal: Rulli (7), Foyth (7), Albiol (7), Pau (7), Pedraza (6), Parejo (7), Capoue (5), Trigueros (7), Chukwueze (7), Alcacer (6), G Moreno (6).
Varamenn: Coquelin (7), Gaspar (6), A Moreno (6), Gomez (6).

Arsenal: Leno (7), Chambers (6), Holding (6), Mari (5), Xhaka (5), Partey (5), Ceballos (3), Saka (7), Odegaard (5), Smith Rowe (6), Pepe (7).
Varamenn: Martinelli (6), Aubameyang (6), Willian (n/a), Elneny (n/a).
Athugasemdir
banner
banner