Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Undanúrslitin hefjast
Man Utd tekur á móti Roma.
Man Utd tekur á móti Roma.
Mynd: Getty Images
Í kvöld hefjast undanúrslitin í Evrópudeildinni; fyrri leikirnir fara fram á þessu fimmtudagskvöldi.

Það verður flautað til leiks í báðum leikjum klukkan 19:00 að íslenskum tíma.

Villarreal frá Spáni tekur á móti enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal á Spáni. Unai Emery stýrir Villarreal en hann er auðvitað fyrrum stjóri Arsenal. Hann var rekinn frá Arsenal undir lok árs 2019.

Þá mætast Manchester United og Roma á Old Trafford í Manchester. Man Utd er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Roma er í sjöunda sæti á Ítalíu. Staðan í deild skiptir hins vegar engu máli í Evrópukeppni.

fimmtudagur 29. apríl
19:00 Villarreal - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Man Utd - Roma (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner