Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gott gengi KV er því báðum aðilum í hag"
Sigurvin Ólafsson, Venni
Sigurvin Ólafsson, Venni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þessi spá kemur ekki á óvart. Við erum auðvitað nýliðar í deildinni en þar að auki efast líklega einhverjir um að við getum knúið fram okkar leikstíl í sterkari deild. Það verður áskorunin okkar í sumar," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, spurður hvort það komi honum á óvart að KV sé spáð 7. sæti í 2. deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 7. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Hver er breytingin úr því að koma úr 3. deild í 2.?

„Mér líst vel á deildina og reikna með að þetta verði mjög erfitt en líka mjög skemmtilegt. Það blasir við að helsta breytingin liggur í því að leikmenn andstæðinganna verða miklu betri, fljótari og sterkari en þeir sem við mættum í fyrra."

Hver eru markmið KV í sumar?

„Eins og alltaf, að vinna þá leiki sem við spilum. Sjáum til hvert það dregur okkur."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Við eigum eftir að fá 3-4 menn heim úr námi, þeir fara að tínast inn hvað á hverju."

Hver eru langtímamarkmið KV ef horft er í samstarfið við KR?

„KV og KR vinna náið saman en ekki með nákvæmlega sömu markmið. KV stefnir að því að liðið sem slíkt nái eins langt og mögulegt er í deildarkeppni."

„Áhersla KR tengist frekar þróun ungra leikmanna, og gefa þeim góðan vettvang og tækifæri til að þroskast og þróa sinn leik á því tímabili ferilsins sem þeir ganga upp úr unglingastarfi og upp í meistaraflokksbolta. Gott gengi KV er því báðum aðilum í hag,"
sagði Venni.
Athugasemdir
banner
banner
banner