Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. apríl 2021 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Gríski bikarinn: Sverrir og félagar í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK 2 - 1 AEK Aþena
0-1 K. Galanopoulos ('70)
1-1 M. Krmencik ('85)
2-1 A. Zivkovic ('96)

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK tryggði sér sæti í úrslitaleik gríska bikarsins með sigri gegn sterkum andstæðingum frá Aþenu.

PAOK vann fyrri leikinn 0-1 á útivelli og stjórnaði gangi mála í fyrri hálfleik í dag en inn vildi boltinn ekki.

Síðari hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur þar sem bæði lið fengu góð færi. Fyrst klúðruðu heimamenn í PAOK vítaspyrnu áður en gestirnir frá Aþenu tóku forystuna með marki á 70. mínútu.

Heimamenn gerðu þá tvær skiptingar og skoraði Michael Krmencik átta mínútum eftir innkomuna af bekknum. Gestirnir frá Aþenu þurftu þá annað mark og lögðu allt í sóknarleikinn en tókst ekki að skora. Heimamenn skoruðu á 96. mínútu og innsigluðu þannig 3-1 sigur samanlagt.

Sverrir Ingi og félagar munu mæta Olympiakos í úrslitaleiknum. Ögmundur Kristinsson er meðal varamarkvarða Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner