Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvort að við stöndum undir þessari spá er svo annað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía og Berglind Rós
Cecilía og Berglind Rós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin sem slík kemur mér þannig séð ekkert á óvart. Við vorum á pari í Lengjubikarnum. Hvort að við stöndum undir þessari spá er svo annað. Ég býst við jafnri deild þó það verði sennilega svipað bil milli liðsins í 2. sæti og þess 3. og í fyrra," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, við Fótbolta.net í dag. Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna en það er sama sæti og liðið endaði í í fyrra.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 3. sæti

Hvernig líst þér á hópinn hjá þér?

„Það er skarð að missa sérstaklega Berglindi og Cecilíu. Við erum að reyna brúa það með fínum leikmönnum. Tinna Brá er að standa sig vel og fær hálfgerða eldskírn. Hún mun lenda í samanburði við Cecilíu og þarf að fá þetta ár til að takast á við þessar áskoranir. Hún á eftir að standa margt af sér og mun gera einhver mistök. Skarð Berglindar er mjög stórt. Hún var okkur mikilvæg. Í fyrra kom maður í manns stað þegar Marija Radojicic datt út."

Hvað viljið þið gera í sumar?

„Við viljum vera í svipaðri stöðu og í fyrra nema sína meiri stöðugleika og jafnvægi í okkar frammistöðu. Við vorum svolítið jójó-lið og töpuðum sorglega mörgum stigum. Við þurfum að sýna meiri jafnvægi til að ná í 3. sætið. Klárt markmið er að enda fyrir ofan miðju."

Þú tapar mikilli reynslu Í Berglindi en Vesna er líka farinn úr liðinu. Hvernig nærðu að fylla upp í þá reynslu sem þú ert að missa úr liðinu?

„Við erum að tapa aldri og reynslu úr liðinu en það sem vegur kannski upp er að við fengum rosalega mikið út úr síðasta ári. Við fengum reynslu þar í ungu leikmennina. Við fengum inn stelpur frá Keflavík sem hafa spilað með meistaraflokki frá því ég veit ekki hvenær."

„Við fáum til okkar stelpur sem eru með landsliðsreynslu, reynslu að spila snemma á sínum ferli með sínum liðum og við erum með fínustu reynslu á að spila í efstu deild."

„Það sem okkur kannski vantar er reynsla í að vinna. Að fara í bikarúrslit er eitthvað sem ég hef ekki reynslu af, ég sjálfur og svo leikmennirnir. Við gætum sagt að það sé það sem við þurfum að sækja, að komast í stóra leiki. Vesna var hugsuð með það að vera í hópnum upp á þessa reynslu."


Hvernig líst þér á deildina?

„Ég held að hún verði jöfn og skemmtileg. Valur og Breiðablik gætu stungið svolítið af. Ég á von á því að það verði svolítið af útlendingum í deildinni og því stíg ég varlega í þessa 3. sætis spá. Þróttur og ÍBV eru ekki sömu lið og í Lengjubikarnum, það er ekkert að marka þau lið þar."

Átt þú eftir að taka einhverja leikmenn inn fyrir fyrsta leik?

„Já, við erum að vonast um að geta styrkt okkur um einn leikmann rétt fyrir mót. Það er því miður ekki þannig í hendi að það sé hægt að tala um það, ég er að vona að það gangi eftir. Annars erum við með fullskipað lið og erum nokkuð brattar," sagði Kjartan.
Athugasemdir
banner
banner
banner