fim 29. apríl 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski sér eftir Flick - Spenntur fyrir Nagelsmann
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, besti knattspyrnumaður heims, var spurður út í stjóraskiptin hjá FC Bayern sem munu eiga sér stað að tímabili loknu. Hansi Flick víkur þá úr starfi og mun Julian Nagelsmann taka við af honum.

Lewandowski hefur verið í fantaformi á tímabilinu og er kominn með 36 mörk í 26 deildarleikjum. Hann hefur miklar mætur á bæði Flick og Nagelsmann.

„Ég þekki Julian Nagelsmann ekki vel en honum tekst alltaf að gera betur en maður býst við hjá þeim félögum sem hann stýrir. Lið undir hans stjórn standa sig betur heldur en þau ættu að gera miðað við leikmannahópinn," sagði Lewandowski.

Nagelsmann er aðeins 33 ára gamall, einu ári eldri en Lewandowski, og gerði frábæra hluti með Hoffenheim og Leipzig á sínum stutta þjálfaraferli.

Hans-Dieter Flick tók við Bayern sem bráðabirgðastjóri í nóvember 2019 og stóð sig gríðarlega vel. Hann vann Meistaradeildina með Bayern og hefur verið talinn líklegur arftaki Joachim Löw hjá þýska landsliðinu.

„Hansi er ekki bara frábær þjálfari heldur einnig frábær manneskja. Það er hægt að tala við hann um persónulega hluti, hann er frábær þjálfari. Við gerðum sögulega hluti undir hans stjórn og þetta hefur verið minn langbesti tími frá komu minni til Bayern."
Athugasemdir
banner
banner