Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ofurdeildar-formönnum vikið úr sínum nefndarstörfum
Ed Woodward
Ed Woodward
Mynd: Getty Images
Sex ensk félög ætluðu sér að taka þátt í Ofurdeildinni. Ekkert varð að þeim áformum, í bili hið minnsta, eftir mikil mótmæli leikmanna, stuðningsmanna, knattspyrnustjóra og sérfræðinga sem fjalla um enska boltann.

Úrvalsdeildin hefur tilkynnt að stjórnarformönnum þessara sex félaga verði gert að hætta í sínum hlutverkum í nefndum innan úrvalsdeildarinnar.

Hinum fjórtán félögunum fannst að þessi sex félög hafi reynt að svíkja sig. Krafist var þess að stjórnarformönnum Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham yrði vikið úr þeim störfum sem þeir gegna innan úrvalsdeildarinnar.

Ed Woodward hjá Man Utd og Tom Werner hjá Liverpool verða ekki í nefndum sem koma að útsendingarétti svo dæmi sé tekið.

Félögin munu halda atvkæðisrétti sínum þegar kemur að atvkæðisgreiðslum sem varða úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner