Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Hendi á liggjandi Pogba
Mynd: Getty Images
Manchester United er þessa stundina 1-2 undir gegn AS Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford.

Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir með laglegu marki snemma leiks en Lorenzo Pellegrini jafnaði með marki úr vítaspyrnu skömmu síðar.

Vítaspyrnuna fengu Rómverjar þegar boltinn fór í hendina á Paul Pogba innan vítateigs.

Dómurinn er nokkuð umdeildur á samfélagsmiðlum en reglurnar eru skýrar og var handleggur Pogba ekki upp við líkamann. Auk þess var boltinn á leiðinni fyrir markið. Það breytir því þó ekki að hér var dæmd hendi á liggjandi mann.

Edin Dzeko kom Roma yfir síðar í hálfleiknum og er staðan 1-2 í leikhlé. Gestirnir frá Ítalíu misstu þó þrjá leikmenn útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik - Jordan Veretout, Pau Lopez og Leonardo Spinazzola.

Sjáðu atvikið

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner