Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 29. apríl 2021 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Ekki komnir í úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var kátur eftir 6-2 sigur Manchester United gegn AS Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Roma leiddi 1-2 í leikhlé en Rauðu djöflarnir gjörsamlega rúlluðu yfir Ítalina í síðari hálfleik.

„Nei, mér líður ekki eins og við séum komnir í úrslitaleikinn. Við gerðum vel en við vitum að þeir búa yfir gæðum, þeir skoruðu úr báðum færunum sem við gáfum þeim. Þeir fengu ekki mikið af færum gegn Ajax en unnu samt," sagði Solskjær við BT Sport að leikslokum.

„Við vorum mjög góðir í síðari hálfleik, við höfum átt svipaða hálfleiki en munurinn er að í dag þá nýttum við færin. Paul Pogba var frábær á miðjunni og það var leiðinlegt að setja Mason Greenwood á bekkinn en það geta ekki allir spilað í einu.

„Ég er sáttur yfir heildina litið en við fengum léleg mörk á okkur eins og grunnskólakrakkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner