Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. apríl 2021 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Roma
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist ekki hafa ætlað að sýna vanvirðingu í garð Roma með ummælum sem hann lét falla á dögunum.

Man Utd mætir Roma í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Eftir sigur gegn Granada í átta-liða úrslitum sagði Solskjær að hann hefði ekki séð mikið af Roma.

Stuðningsmenn Roma tóku ekki vel í þetta og hengdu borða á æfingasvæðinu áður en leikmenn liðsins fóru til Englands. Á borðunum stóð: „Ég þekki þá ekki og ég hef ekki séð þá spila."

Solskjær svaraði þessari umræðu á blaðamannafundi í gær. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá almennilega til að fara að tjá mig um þá. Ég veit um glæsta sögu félagsins og gæðin sem eru þarna."

Man Utd hefur tapað fjórum sinnum í undanúrslitum undir stjórn Solskjær og aldrei komist í úrslit. Verður breyting þar á núna?

Leikur Man Utd og Roma hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner