Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. apríl 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna
Fara Williams.
Fara Williams.
Mynd: Getty Images
Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands frá upphafi, hefur tilkynnt að hún muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Hin 37 ára gamla Williams spilaði 172 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 40 mörk.

Hún spilaði á þremur heimsmeistaramótum með Ljónynjunum og spilaði einnig fyrir Bretland á Ólympíuleikunum á heimavelli, í London, árið 2012.

Williams hefur leikið með Reading frá 2017 en þar áður spilaði hún með Arsenal, Liverpool, Everton, Charlton og Chelsea.

Hún greindi frá því í febrúar að hún hefði greinst með nýrnasjúkdóm en hefur þrátt fyrir það spila 15 deildarleiki á þessu tímabili. Hún segir að veikindin séu aðalástæðan fyrir því að skórnir séu að fara upp á hillu.
Athugasemdir
banner