Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. apríl 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hyggst funda með Ten Hag
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Tottenham vill funda með Erik Ten Hag, stjóra Ajax. Tottenham er í stjóraleit eftir að Jose Mourinho var rekinn en Ryan Mason stýrir liðinu til bráðabirgða út tímabilið.

Samkvæmt Guardian virðist Ten Hag efstur á blaði hjá Spurs og enska félagið vill ræða við hann þegar Ajax hefur tryggt sér hollenska meistaratitilinn.

Ajax þarf aðeins eitt stig á heimavelli gegn Emmen á sunnudaginn til að tryggja sér titilinn. Talið er að Ten Hag vilji ræða við Tottenham og heyra hugmyndir félagsins.

Það eru þó aðrir stjórar sem Tottenham er líka með á blaði, þar á meðal Ralf Rangnick.

Ten Hag þykir spila skemmtilegan fótbolta og hefur hleypt mörgum ungum leikmönnum upp í aðallið Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner