lau 29. maí 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: KV fer vel af stað og Leiknir komið á blað
Úr leik KV og Kára í fyrra.
Úr leik KV og Kára í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar KV hafa farið gríðarlega vel af stað í 2. deild karla og þeir eru komnir upp í annað sæti deildarinnar eftir heimasigur á Fjarðabyggð í dag.

Askur Jóhannsson kom KV yfir eftir stoðsendingu Nikola Dejan Djuric gegn Fjarðabyggð. Samúel Már Kristinsson gerði annað mark KV fyrir leikhlé og staðan 2-0 í hálfleik.

Þannig var hún líka þegar flautað var til leiksloka og er KV taplaust eftir fjóra leiki, með átta stig í öðru sæti. Fjarðabyggð er á botninum með eitt stig.

Þá er Leiknir Fáskrúðsfirði komið á blað í deildinni. Leiknismenn voru án stiga fyrir leik sinn gegn Reyni í Fjarðabyggðarhöllinni.

Svo fór að Leiknir vann sigur á Sandgerðingum. Leiknir komst í 3-0 en Elton Renato Livramento Barros minnkaði muninn í 3-2 með tveimur mörkum rétt fyrir leikhlé. Heimamenn voru sterkir í seinni hálfleiknum og náðu að landa 4-2 sigri í skemmtilegum leik.

Leiknir, sem féll úr Lengjudeildinni í fyrra, er með þrjú stig í tíunda sæti og Reynir, sem komst upp úr 3. deild í fyrra, er í fimmta sæti með sex stig.

KV 2 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Askur Jóhannsson ('6)
2-0 Samúel Már Kristinsson ('42)

Leiknir F. 4 - 2 Reynir S.
1-0 Imanol Vergara Gonzalez ('18)
2-0 Imanol Vergara Gonzalez ('34)
3-0 Heiðar Snær Ragnarsson ('43)
3-1 Elton Renato Livramento Barros ('45)
3-2 Elton Renato Livramento Barros ('45, víti)
4-2 Marteinn Már Sverrisson ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner