lau 29. maí 2021 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Töpuðu 1-5 um síðustu helgi en unnu 1-5 í dag
Axel Kári var á skotskónum.
Axel Kári var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni 1 - 5 ÍR
0-1 Axel Kári Vignisson ('22)
0-2 Bergvin Fannar Helgason ('35)
0-3 Jorgen Pettersen ('40)
0-4 Rees Greenwood ('67)
0-5 Róbert Andri Ómarsson ('75)
1-5 Alexander Ívan Bjarnason ('77)

ÍR vann stórsigur á Magna Grenivík þegar liðin áttust við í síðasta leik dagsins í 2. deild karla.

Það var leikið í Boganum á Akureyri og ÍR-ingar léku á als oddi í fyrri hálfleiknum. Axel Kári Vignisson kom þeim yfir með langskoti og Bergvin Fannar Helgason bætti við öðru marki 13 mínútum síðar. Áður en flautað var til hálfleiks skoraði Jorgen Pettersen þriðja markið.

Rees Greenwood og varamaðurinn Róbert Andri Ómarsson komu ÍR í 5-0 áður en Alexander Ívan Bjarnason minnkaði muninn. Sveinn Óli Guðnason varði vítaspyrnu Alexanders en miðjumaðurinn náði frákastinu og skoraði.

Lokatölur 1-5 fyrir ÍR sem er komið upp að hlið KF á toppnum. ÍR tapaði 1-5 gegn Þrótti Vogum um síðustu helgi en vann 1-5 í dag. Magni er í níunda sæti með fjögur stig.

Önnur úrslit í dag:
2. deild: KV fer vel af stað og Leiknir komið á blað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner