Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 29. maí 2021 15:14
Fótbolti.net
Af hverju þarf alltaf að detta til að fá dæmda vítapsyrnu?
Rætt var um vafasama vítaspyrnu úr leik Fylkis og Keflavíkur í 4.umferð
Rætt var um vafasama vítaspyrnu úr leik Fylkis og Keflavíkur í 4.umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: HMG
Það var mikið rætt um vítaspyrnudóminn sem Fylkir fékk á 60. mínútu gegn Keflavík í 4. umferð Pepsi Max deildarinnar. Flestir voru sammála um að dómurinn hafi verið ansi harður. Fylkir klúðraði vítaspyrnunni en Valgerður Ósk Valsdóttir fylgdi eftir vörslunni og jafnaði leikinn 1-1 fyrir Fylki. Markið sem Fylkir skoraði er eina markið sem þær hafa skorað í deildinni en liðið situr á botninum með tvö stig eftir fjóra leiki.

Atvikið var tekið fyrir í nýjasta þætti Heimavallarins.

Margrét Sveinsdóttir var gestur á Heimavellinum og fór yfir atvikið.

„Mín skoðun á þessu atviki er örugglega umdeilt. Mér finnst ekkert að leikmenn þurfi að detta til þess að fá dæmda vítaspyrnu eða aukaspyrnu. En það hefur einhvern veginn verið línan sem allir dómarar hafa sett sér í bara deildinni, bara í öllum deildum í kvennaknattspyrnu.”

„Við kvenmenn eigum það til að standa bara mikið upp úr þessum tæklingum. Eða allavegana fyrir mína parta finnst mér það vera algengara. Ég er stundum bara Ohh þú hefðir þarna átt að láta þig detta þarna.”


„Mér fannst þetta víti. Þetta er brot en hún er bara sterk og stendur þetta af sér en þú veist, ég veit að þetta er ódýrt. En afhverju eigum við alltaf að láta okkur detta (til að fá brot)?”

Fylkir fékk vítaspyrnu og vakti andleysi Fylkiskvenna upp spurningar í þættinum.

„Kannski bara aðallega því þær voru ekkert að biðja um þetta. Ég hefði öskrað þarna inn á sem leikmaður bara að þetta ætti að vera brot.”

Hulda Mýrdal var sammála Margréti : „Mér finnst þetta lýsa Fylkisliðinu núna. Mér finnst vanta svona meira, vanta að biðja um hlutina og öskra að þú viljir fá víti. Þá er bara líklegra að dómarinn dæmi það."

Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Heimavallarins í hlaðvarpsveitu Fótbolti.net, Spotify og á Heimavöllurinn.is

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Umdeildur vítaspyrnudómur í Árbæ
Heimavöllurinn: Stórslys á Hlíðarenda og toppliðið lætur verkin tala
Athugasemdir
banner
banner