Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Algjör ráðgáta af hverju Real Madrid er í fjárhagsvandræðum..."
Mynd: Getty Images
Real Madrid var eitt af þeim félögum sem ætlaði sér að stofna Ofurdeildina umdeildu.

AC Milan, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Chelsea, Inter, Juventus, Manchester City, Manchester United, Liverpool, Real Madrid og Tottenham eru félögin tólf sem ætluðu sér að stofna deildina.

Níu af þessum ákváðu, stuttu eftir að Ofurdeildin var stofnuð, að taka ekki þátt í deildinni vegna mik­ill­ar óánægju hjá stuðnings­mönn­um víðs veg­ar um Evr­ópu.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, talaði um það að Ofurdeildin væri nauðsynleg til að auka áhuga á fótboltanum og rétta fjárhag stóru félaganna eftir kórónuveirufaraldurinn.

Barcelona og Real Madrid, stærstu félögin á Spáni, eru í fjárhagsvandræðum. „Það er algjör ráðgáta af hverju Real Madrid (og Barcelona) eru í fjárhagsvandræðum," skrifar blaðamaðurinn Raphael Honigstein á Twitter í ljósi þess að David Alaba var að semja við Real Madrid.

Talað er um það Alaba sé að fara að fá 412 þúsund pund í heildina í vikulaun hjá Real. Það er tæplega 71 milljón íslenskra króna. Já, algjör ráðgáta. Alaba er ekki eini slæmi samningurinn hjá Real Madrid. Gareth Bale er nú enn á mála hjá félaginu og hann er að fá ágætis upphæð frá spænska stórveldinu í hverri viku.

Barcelona hefur ef eitthvað er tekið enn verri ákvarðanir í sínum leikmannamálum. Philippe Coutinho, Ousmane Dembele, Antoine Griezmann voru allir keyptir fyrir himinháar upphæðir og eru að þiggja gríðarlega háar upphæðir í vikulaun. Flestir leikmenn Barcelona eru á sölulista í sumar vegna skuldastöðu félagsins.


Athugasemdir
banner