Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 29. maí 2021 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átta leikmenn seldir frá Liverpool?
Powerade
Sterling að fara?
Sterling að fara?
Mynd: Getty Images
Shaqiri einn af átta sem Liverpool gæti selt.
Shaqiri einn af átta sem Liverpool gæti selt.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á þessum laugardegi er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.



Man City er tilbúð að selja Raheem Sterling (26) eftir sex ár hjá félaginu. (Mail)

Erling Haaland (20) segir að hann beri virðingu fyrir samningi sínum við Dortmund og er það vísbending um að hann fari eki í sumar. (Viaplay)

Barcelona vonast til að klára félagaskipti Sergio Aguero (32) og Gini Wijnaldum (30) á næstu dögum. (Sky Sports)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (Telegraph)

Liverpool getur fengið 80 milljónir punda með því að selja átta leikmenn í sumar. Xherdan Shaqiri (28), Divock Origi (26) og Takumi Minamino (26) eru meðal þeirra sem gætu verið á förum. (Liverpool Echo)

Ajax hefur áhuga á Steven Bergwijn (23) frá Tottenham. (De Telegraaf)

Raphael Varane (28) hefur verið orðaður Man Utd en hann segist með fulla einbeitingu á franska landsliðið í sumar. (Mail)

West Ham hefur sagt Fabian Balbuena (29) að honum sé frjálst að finna sér nýtt félag í sumar. (Football Insider)

Aston Villa vill kaupa Dwight McNeil (21) frá Burnley og Emilano Buendia (24) frá Norwich. (The Athletic)

Oscar (29) vill snúa aftur á Brúna eftir fjögur ár hjá Shanghai Port. (Goal)

Brighton er í viðræðum við Kjell Scherpen (21) markvörð Ajax. (The Athletic)

Watford er í viðræðum við Ashley Young (35) um að fá hann á Vicarage Road í sumar. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner