Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. maí 2021 09:10
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Skák milli Tuchel og Pep í úrslitaleiknum
Guðmundur Steinarsson leiðir keppnina.
Guðmundur Steinarsson leiðir keppnina.
Mynd: Fótbolti.net
Spennan byggoist upp í Porto þar sem úrslitaleikurinn fer fram.
Spennan byggoist upp í Porto þar sem úrslitaleikurinn fer fram.
Mynd: EPA
Í kvöld augardagskvöld klukkan 19:00 er komið að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, enskum úrslitaleik Manchester City og Chelsea sem fram fer á Drekavöllum í Portúgal.

Sérfræðingar í ár eru þeir Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Guðmundur Steinarsson er í bílstjórasætinu fyrir úrslitaleikinn.

Guðmundur Steinarsson:

Manchester City 1 - 1 Chelsea (Sigur Chelsea í vító)
Erfiður leikur að spá, tilfinningin er að City taki þetta en Chelsea er með eitthvað smá tak á Pep og hans mönnum í vetur. Og í svona leikjum þá telja smá atriðin oft meira. Chelsea verið öflugir á útivelli í keppninni í ár og í raun sýnt meiri stöðuleika í Evrópu en í deildinni heima fyrir. City einhvern veginn búið að vera á þeirri siglingu sem flestir búast við af þeim. Ætla að spá því að þetta fari í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 leik í venjulegum leiktíma og framlengingu. Chelsea tekur þetta svo í vító.

Kristján Guðmundsson:

Manchester City 2 - 1 Chelsea
City hefur haft lengri tíma til að undirbúa leikinn á meðan Chelsea hafa verið að hamast í að tryggja sér topp 4 sæti í deildinni. Spilamennska Chelsea hefur aðeins gefið eftir í seinustu leikjum og ef þeir verða án Kante í úrslitaleiknum þá verður þetta mjög erfitt fyrir þá gegn De Bruyne vélinni. Leikurinn verður einhver skák á milli þeirra félaga Pep og Tuchel sem þekkja hvor annan afskaplega vel. Er mögulegt að koma á óvart þegar svo er?

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Manchester City 2 - 0 Chelsea
Ég er spenntur fyrir þessum úrslitaleik. Þegar ég horfði á Chelsea slá út Real Madrid hugsaði ég 'Þetta lið mun vinna þessa keppni'. En síðan hafa vikurnar liðið og nú er ég búinn að taka algjöra U-beygju. Guardiola vinnur loks sinn heilaga kaleik hjá Manchester City.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 14
Kristján Guðmundsson - 12
Fótbolti.net - 10
Athugasemdir
banner
banner