Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Chris Brunt leggur skóna á hilluna
Chris Brunt er hættur
Chris Brunt er hættur
Mynd: Getty Images
Norður-írski leikmaðurinn Chris Brunt hefur ákveðið að leggja á skóna á hilluna eftir nítján ára atvinnumannaferil.

Brunt, sem er 36 ára, hóf ferilinn hjá Middlesbrough en tókst þó ekki að spila þar og fór því til Sheffield Wednesday og síðar WBA þar sem hann var í lykilhlutverki í þrettán ár.

Hann spilaði tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni með WBA og hjálpaði þeim að komast upp á síðasta ári áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Bristol City.

Það gekk ekki vel hjá Bristol á síðustu leiktíð og spilaði hann einungis 14 leiki en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott.

Brunt lék 65 landsleiki fyrir Norður-Írland og skoraði 3 mörk en missti af tækifærinu til að spila á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar árið 2016 vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner