Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne grét þegar hann fór af velli
Staðan enn 1-0 fyrir Chelsea
Mynd: EPA
Það styttist í að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar klárist, nema þá að hann fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Eins og er, þá eru um tíu mínútur eftir og Chelsea leiðir enn 1-0 eftir mark Kai Havertz undir lok fyrri hálfleiks.

Útlitið er ekki gott fyrir Man City. Kevin de Bruyne, besti leikmaður liðsins, þurfti að fara meiddur af velli í seinni hálfleiknum eftir að hafa fengið höfuðhögg.

Antonio Rudiger og De Bruyne skullu saman og varð De Bruyne að fara af velli.

Hann fór grátandi af velli. Miklar tilfinningar í spilinu.


Athugasemdir
banner
banner