Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. maí 2021 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ederson ætlar að taka víti
Tryggir Ederson Man City sinn fyrsta Meistaradeildar titil?
Tryggir Ederson Man City sinn fyrsta Meistaradeildar titil?
Mynd: Getty Images
Manchester City og Chelsea mætast í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld. Ederson, markvörður Man City, segist ætla að taka víti ef til þess kemur að leikurinn fari í vítaspyrnukeppni.

Manchester City hefur klúðrað fjórum af ellefu vítaspyrnum sem þeir hafa fengið á þessu tímabili, Sergio Aguero, Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez, Ilkay Gundogan, Raheem Sterling og Rodri hafa allir stigið á punktinn hingað til. Þrátt fyrir að Ederson segist vera með mikið sjálfstraust til að taka víti hefur hann ekki fengið tækifæri til þess ennþá.

Í viðtali við TNT Sports sagði Ederson „Ég er á lista yfir leikmenn sem taka víti. Ég þarf ekki að æfa mig mikið, en fimmta vítið, ég ætla taka það"

Scott Carson einn af markvörðum liðsins var til viðtals hjá Manchester Evening News og þetta hafði hann að segja um möguleikann á að Ederson taki víti í kvöld.

„Hann hefur nelgt nokkrum boltum framhjá okkur Zack (Steffen) og maður vill virkilega að hann skori, þú vilt ekki fá boltann í þig því hann sparkar svo fast, það er svo vont! Hann tekur stundum víti og virðist hitta hliðar netið alltaf og með miklum krafti! Það er ótrúlegt"

Athugasemdir
banner
banner
banner