Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferill Abraham hjá Chelsea virðist á enda
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea, komst ekki í 23 manna hóp Chelsea fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem er núna í gangi.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Silva, Rudiger, James, Jorginho, Kante, Chilwell, Mount, Havertz, Werner.
(Varamenn: Kepa, Caballero, Alonso, Christensen, Pulisic, Zouma, Kovacic, Giroud, Hudson-Odoi, Ziyech, Gilmour, Emerson)

Abraham er búinn að skora 12 mörk á tímabilinu en Thomas Tuchel virðist ekki hafa miklar mætur á honum. Hann er aðeins búinn að spila 17 mínútur frá því í byrjun mars.

Á vefmiðli Goal er talað um að önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á hinum 23 ára gamla Abraham. Talið er að liðsval kvöldsins marki mögulega endalok hans hjá Chelsea. Samkvæmt Goal þá mun Chelsea selja hann fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Staðan er enn markalaus í úrslitaleik í úrslitaleik Man City og Chelsea þegar um 20 mínútur eru liðnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner