Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. maí 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimm skiptingar leyfilegar út 2022
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusamband, FIFA, hefur tilkynnt að fimm skiptingar verði leyfilegar út árið 2022.

Sambandið gaf leyfi á fimm skiptingar eftir að fótboltinn fór aftur af stað eftir fyrstu bylgjurnar af kórónuveirufaraldrinum.

Fyrirkomulaginu var komið fyrir í maí á síðasta ári og er nú ljóst að það verður í gildi út 2022.

Fimm skiptingar verða því leyfilegar á HM í Katar árið 2022 en ekki í deildum þar sem tímabilið klárast árið 2023.

Lið fá því að nota fimm skiptingar í venjulegum leiktíma og fá þá eina aukaskiptingu í framlengingu í útsláttarkeppnum.
Athugasemdir
banner
banner