Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 29. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Giroud sagður á leið til Milan
Olivier Giroud skorar gegn Atlético
Olivier Giroud skorar gegn Atlético
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Chelsea á Englandi, er að ganga til liðs við Milan á Ítalíu en ítalskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi.

Giroud er 34 ára gamall og verður samningslaus í sumar en hann mun ekki framlengja við Chelsea.

Hann er með 11 mörk í 31 leik á þessari leiktíð og skoraði meðal annars afar mikilvægt mark gegn Atlético Madríd í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þá raðar hann inn með franska landsliðinu en hann er annar markahæsti leikmaður Frakklands frá upphafi. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að fá mikið af mínútum og því er hugur hans farinn að leita annað.

Samkvæmt ítölsku miðlunum hefur hann komist að samkomulagi um að ganga til liðs við Milan í sumar og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Giroud mun þéna rúmlega 8 milljónir evra á þessum tveimur árum en Milan mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner