lau 29. maí 2021 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola um liðsvalið: Gerði það sem ég taldi vera best
Mynd: EPA
„Þetta hefur verið stórkostlegt tímabil fyrir okkur," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir tap gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Þetta var jafn leikur. Við fengum færi. Við vorum stórgóðir í seinni hálfleiknum, við vorum hugrakkir en við gátum ekki nýtt færin þar sem þeir voru svo sterkir. Leikmennirnir voru frábærir. Kannski komum við aftur einn daginn."

Guardiola stillti upp sóknarmiðuðu liði og var með engan varnarsinnaðan miðjumann. Þrátt fyrir það, þá tókst City ekki að skapa sér mikið.

„Ég gerði það sem ég taldi vera best," sagði Guardiola þegar hann var spurður út í liðsvalið.

„Við ætlum að hvíla okkur og undirbúa svo næsta tímabil. Þetta var í fyrsta sinn sem við komumst á þetta stig og vonandi gerum við það aftur í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner