Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor viðurkennir að hafa hugsað um að snúa heim
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann gekk nýverið í raðir Schalke.
Hann gekk nýverið í raðir Schalke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í dag. Þar talar miðjumaðurinn um erfiðleika sem hann gekk í gegnum á síðasta ári.

Hann hefur verið einn besti leikmaður landsliðsins síðustu 2-3 árin en utan vallar gekk hann í gegnum mikla erfiðleika. Hann missti móður sína og sonur hans flutti til Kanada með barnsmóður hans.

„Þetta var al­veg steikt­ur tími því ég kveið því að sjá á eft­ir stráknum til Kan­ada, meiðist, við kom­umst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta ger­ist allt á ein­hverj­um þriggja vikna kafla og ég get al­veg viður­kennt það að til­ver­an hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tíma­punkti," segir Guðlaugur Victor.

„Ég var með sál­fræðing­inn minn á sjálf­vali í sím­an­um hjá mér og ég talaði við hann á hverj­um ein­asta degi í ein­hverja þrjá mánuði. Ég er henni gríðarlega þakk­lát­ur og hún hjálpaði mér ótrú­lega mikið, sem og fjöl­skylda mín og vin­ir. Á sama tíma hef ég líka ákveðinn verk­færi og tól sem ég hef til­einkað mér í gegn­um tíðina í minni bar­áttu við minn fíkni­sjúk­dóm og í minni sjálfs­upp­bygg­ingu."

„Ég bað umboðsmann­inn minn um að taka stöðuna á klúbb­un­um heima og þessi frétta­flutn­ing­ar á Íslandi, um að ég væri á heim­leið, átti al­veg rétt á sér. Á sama tíma fór það mikið í taug­arn­ar á mér að þetta skildi enda í fjöl­miðlum en Ísland er lítið sam­fé­lag og ef eitt­hvað svona spyrst út er það fljótt að fara út um allt. Ef ein­hver spurði mig út í þetta á sín­um tíma þá neitaði ég bara fyr­ir allt, líka þegar fjöl­miðlar höfðu sam­band við mig."

„Það sem ég sá fyr­ir mér var að geta verið heima á Íslandi í sex mánuði og svo verið sex mánuði með strákn­um mín­um, hvar svo sem hann væri í heim­in­um. Það er bara þannig í at­vinnu­mennsku að frelsið er ekki neitt. Ég var því til­bú­inn að gefa at­vinnu­mennsk­una upp á bát­inn til þess að stjórna mínu lífi sjálf­ur."

Hann er á betri stað andlega í dag en hann gekk nýverið í raðir Schalke, sem er eitt stærsta félagið í Þýskalandi.

Þetta frábæra viðtal við Guðlaug Victor má lesa hérna.

Sjá einnig:
Gulli að skrifa undir hjá Schalke - Sagður hafa verið á leið í KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner