Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 15:01
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Kórdrengir lögðu Þrótt R.
Mynd: Raggi Óla
Kórdrengir 2 - 1 Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson ('40 )
1-1 Nathan Alan Dale ('43 )
2-1 Connor Mark Simpson ('77 )
Lestu nánar um leikinn hér

Kórdrengir unnu sterkan sigur í Lengjudeild karla í dag er liðið mætti Þrótt Reykjavík í frestuðum leik.

Þessi leikur átti upprunarlega að fara fram í gær en vegna veðurs þá var honum frestað til dagsins í dag.

Þróttur byrjaði betur í dag og komst yfir með marki frá Daða Bergssyni á 40. mínútu fyrri hálfleiks.

Sú forysta entist í þrjár mínútur en Nathan Dale jafnaði svo metin fyrir Kórdrengina með stórkostlegu marki.

„VÁÁAÁÁÁ NATHAAAN!!!!Boltinn berst á Nathan upp úr nánast engu og Nathan smellir boltanum af 25 metrunum beint upp í samúel nær!!" skrifar Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu Fótbolta.net.

Sigurmarkið skoraði svo Connor Mark Simpson fyrir Kórdrengi á 77. mínútu en hann skoraði þá með skalla til að tryggja stigin þrjú.

Kórdrengir eru nú með sjö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en Þróttarar með aðeins þrjú í 10. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner